Engir samningar í tíu ár

Frá tannlæknastofu
Frá tannlæknastofu Þorkell Þorkelsson

Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands hafa ekki boðið Tann­lækna­fé­lagi Íslands al­menna samn­inga um tann­lækn­ing­ar í tíu ár, eða frá ár­inu 2002. Þar sem ekki hafa verið samn­ing­ar í mjög lang­an tíma þyrfti ríkið að hækka sína verðskrá frá 2002, sem nú­ver­andi end­ur­greiðsla miðast við, all­veru­lega. 

„Því hafa þeir freist­ast til að gera ekki neitt og kom­ist upp með það, því miður,“ seg­ir Stefán Hall­ur Jóns­son, vara­formaður Tann­lækna­fé­lags Íslands.

Í frétt­um mbl.is hef­ur verið sagt frá þeim mun sem er á milli þeirr­ar gjald­skrár tann­lækna sem birt er á vefsíðu Sjúkra­trygg­inga Íslands, SÍ og notuð er við ákvörðun end­ur­greiðslu og þess verðs sem tann­lækn­ar taka fyr­ir þjón­ustu sína, en mun­ur­inn er um­tals­verður. Stein­grím­ur Ari Ara­son, for­stjóri SÍ, seg­ir að verðlag tann­lækna sé afar mis­mun­andi, en verðskrá SÍ sé í sam­ræmi við verðskrá sumra tann­lækna.

Neyt­and­inn hef­ur val

Stefán Hall­ur seg­ir að vissu­lega sé verðlagn­ing tann­lækna mis­mun­andi. „En í sömu andrá og kvartað er yfir því, má segja að „sam­keppn­in á markaðnum“ sé virk og neyt­and­inn hafi rúmt val um mis­mun­andi dýra meðferð.  Vandi neyt­and­ans snýst síðan um hvernig hann á að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um lægsta verðið, en það sama á við ef ég ætla að kaupa mér ný dekk und­ir bíl­inn minn sem dæmi,“ seg­ir Stefán Hall­ur.

„Árið 1998 rann samn­ing­ur milli Tann­lækna­fé­lags Íslands og Trygg­inga­stofn­un­ar Íslands út og nýr samn­ing­ur með gjald­skrá sem TR samdi ein­hliða var gerður árið 2002,“ seg­ir Stefán Hall­ur.

Fjár­heim­ild ekki kláruð

„Vegna gríðarlegr­ar óánægju tann­lækna með upp­setn­ingu gjaldliða og verðlagn­ing­ar þeirra, sögðu tann­lækn­ar samn­ingn­um upp 9 mánuðum síðar.  Eng­inn samn­ing­ur hef­ur verið síðan þá um al­menn­ar tann­lækn­ing­ar milli aðil­anna.  Þessi gjald­skrá TR (nú SÍ) geng­ur und­ir nafn­inu Ráðherra­gjald­skrá SÍ fyr­ir tann­lækn­ing­ar. Gjaldliðir henn­ar tóku verðbreyt­ing­um í nóv­em­ber árið 2004 og nam hækk­un­in þá 4%.  Síðan hef­ur þessi verðskrá ekki verið hækkuð í tæp átta ár og er enn í gildi fyr­ir alla tryggða nema börn (ör­yrkja og elli­líf­eyr­isþega) en nú í sum­ar var þessi gjald­skrá hækkuð um 50% til ára­móta fyr­ir börn,“ seg­ir Stefán Hall­ur.

Hann seg­ir ástæðu þess vera þá að und­an­far­in 6-8 ár hafi fjár­heim­ild SÍ ekki klár­ast um ára­mót. Um sé að ræða 250-300 millj­ón­ir á hverju ári sem átti að nota í tannviðgerðir eða for­varn­ir fyr­ir tryggða, sam­kvæmt lög­um frá Alþingi. 

„Því var nú í vor kallaður sam­an starfs­hóp­ur sem starfar á veg­um vel­ferðarráðuneyt­is­ins og lagði til við ráðherra að hækka Ráðherra­gjald­skrá fyr­ir börn um 50% til þess að ná að eyða þess­um fjár­heim­ild­um SÍ. Hækk­un­in tók mið af því hvað mikl­ir pen­ing­ar væru eft­ir og sner­ist ekki að neinu leyti um hvað verðskrár tann­lækna eru háar eða lág­ar,“ seg­ir Stefán Hall­ur.

Frá tannlæknastofu
Frá tann­lækna­stofu
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert