Hvaðan eiga 136 milljarðar að koma?

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, sagði að Sjálfstæðisflokkurinn yrði að svara því hvar hann ætlaði að taka þá fjármuni sem núverandi ríkisstjórn hefur lagt á í nýja skatta, ef flokkurinn ætlaði að standa við yfirlýsingu um að afnema alla skatta sem ríkisstjórnin hefði lagt á. Um væri að ræða 136 milljarða.

„Tekjuöflunaraðgerðir nema uppsafnað frá árinu 2010 samtals 117 milljörðum króna. Ef tekið er tillit til frystingar bóta erum við að tala um 136 milljarða króna. Þetta eru mjög umfangsmiklar aðgerðir. Margir hafa talið að allt of langt hafi verið gengið í niðurskurði á meðan aðrir hafa viljað ganga lengra.

Þeir sem hafa verið ósammála okkur um þetta, eins og hefur komið fram í máli manna hér í dag og vilja ganga harðar fram í niðurskurði. Þeir sem tala fyrir því að þeir ætli að afnema tekjuöflunaraðgerðir sem við réðumst í upp á 136 milljarða króna, þegar allt er talið, verða að svara því á kosningavetri hvar þeir hefðu náð í þessa 136 milljarða í auknum niðurskurði,“ sagði Björn Valur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert