„Launahækkunin er hneyksli“

Kristín A. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Kristín A. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands Ómar Óskarsson

Gíf­ur­leg óánægja er meðal sjúkra­liða á Land­spít­al­an­um vegna launa­hækk­un­ar for­stjóra sjúkra­húss­ins fyr­ir skömmu. Fjöldi sjúkra­liða íhug­ar nú að segja upp störf­um. Formaður Sjúkra­liðafé­lags Íslands seg­ir launa­hækk­un­ina vera hneyksli.

„Það er gríðarleg reiðialda hjá mínu fólki og ég skil það vel. Marg­ir íhuga al­var­lega að segja upp störf­um. Þetta er eins og köld og blaut tuska fram­an í and­litið,“ seg­ir Krist­ín Á. Guðmunds­dótt­ir, formaður Sjúkra­liðafé­lags Íslands. 

„Höf­um verið að spara og spara“

„Fari svo, að fólk segi upp störf­um, þá er það auðvitað ákvörðun hvers og eins og er ekki á veg­um fé­lags­ins, en við erum með friðarskyldu þar til samn­ing­ar renna út, það er í mars 2014. Núna erum við að und­ir­búa fund með sjúkra­liðum á Land­spít­al­an­um, þar sem þetta ein­staka mál verður rætt,“ seg­ir Krist­ín og bend­ir á að sjúkra­liðar eigi ekki síður auðvelt með að fá vinnu er­lend­is en aðrar heil­brigðis­stétt­ir. „Það er beðið eft­ir þessu fólki er­lend­is. Þessi launa­hækk­un er bara eitt stórt hneyksli.“

Krist­ín seg­ir að niður­skurður­inn í heil­brigðis­kerf­inu hafi komið illa niður á sjúkra­liðum. 

„Við höf­um verið að spara og spara, það er alls staðar und­ir­mannað og það þýðir meira álag á fólk. Það verið að plástra tæk­in á sjúkra­hús­un­um. Álagið veld­ur því að fólk veikist, en það má ekki kalla út þannig að fólk er að mæta veikt til vinnu til að minnka álagið á sam­starfs­fólk sitt. Störf­in eru orðin svo þung. Á góðum stund­um er fólki þakkað fyr­ir að sýna aðhald og ráðdeild­ar­semi. En það seg­ir núna: hingað og ekki lengra. Eft­ir þessa launa­hækk­un seg­ir fólk: Nú hætt­um við þessu!“

Frétt mbl.is: „Kornið sem fyllti mæl­inn“

Sjúkraliðar að störfum.
Sjúkra­liðar að störf­um. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert