Umhverfi jarðar og ósjálfbært efnahagskerfi

Hjörleifur Guttormsson
Hjörleifur Guttormsson

„Það er fátt til að vekja bjartsýni þegar horft er á stöðu heimsmála nú um stundir. Opinber umræða á Vesturlöndum eins og hún berst okkur frá þorra stjórnmálamanna og fjölmiðlum snýst um hvernig takast megi að krafsa sig upp úr efnahagskreppunni til að halda áfram uppteknum hætti þar sem frá var horfið fyrir fjórum árum,“ segir Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hjörleifur segir að lykillinn að því sé sagður vera að endurvekja kaupgleði almennings og fjárfestingar og draga með því úr vaxandi atvinnuleysi.

Í grein sinni segir Hjörleifur m.a.: „Ríki heims hafa eitt af öðru kastað fyrir róða helstu stjórntækjum sínum og þau rekur síðan í ólgusjó blindra markaðsafla sem hvetja jafnt einstaklinga sem samfélög til að safna skuldum og eyða um efni fram. Innbyggt siðleysi þessa kerfis birtist okkur m.a. í sólund og neyslu langt umfram þarfir sem forsendu þess að fólk hafi atvinnu.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert