Ánægjulegt að lýsa yfir stuðningi við Ísland

Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, heimsótti Ísland í ágúst 2008 …
Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, heimsótti Ísland í ágúst 2008 og flutti þá meðal annars ræðu á fundi í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

„Breski sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafn­ar lög­mæti valds Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að setja hvers kyns laga­setn­ingu og þar af leiðandi greiðum við at­kvæði gegn öll­um slík­um til­lög­um frá fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins,“ seg­ir Nig­el Fara­ge, leiðtogi Breska sjálf­stæðis­flokks­ins (UK In­dependence Party), í sam­tali við mbl.is.

Fara­ge, ásamt átta öðrum þing­mönn­um flokks­ins á Evr­ópuþing­inu, greiddu síðastliðinn miðviku­dag at­kvæði gegn samþykkt laga­setn­ing­ar um refsiaðgerðir gegn ríkj­um sem Evr­ópu­sam­bandið tel­ur stunda ósjálf­bær­ar fisk­veiðar, en til þess gæti komið að laga­setn­ing­unni verði beitt gegn Íslandi og Fær­eyj­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar.

„Í þessu til­viki var enn­frem­ur ánægju­legt fyr­ir okk­ur að lýsa yfir stuðningi okk­ar við Íslend­inga sem sjálf­stæðrar og full­valda þjóðar og við sjálf­sagðan og óafsal­an­leg­an rétt ís­lensku þjóðar­inn­ar til þess að stunda fisk­veiðar í eig­in efna­hagslög­sögu,“ seg­ir Fara­ge enn­frem­ur.

Hann bæt­ir því við að þing­menn­irn­ir harmi enn­frem­ur til­raun­ir Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að tryggja sér ítök á Íslandi í „gegn­um sam­blöndu af fjár­mun­um, diplóma­tísku ráðabruggi og blygðun­ar­laus­um hót­un­um.“

Sam­tals greiddu 11 þing­menn á Evr­ópuþing­inu at­kvæði gegn laga­setn­ing­unni um refsiaðgerðir en 659 at­kvæði með henni. Þing­menn Breska sjálf­stæðis­flokks­ins sem greiddu at­kvæði gegn laga­setn­ing­unni voru auk Fara­ge, Roger Hel­mer, William Dart­mouth, Marta Andrea­sen, God­frey Bloom, John Buft­on, Derek Roland Clark, Paul Nuttall og John Stew­art Agnew.

Þá greiddu franski þingmaður­inn Phil­ippe de Villiers og ít­alski þingmaður­inn Magdi Cristiano Allam einnig at­kvæði gegn laga­setn­ing­unni en þeir til­heyra sama þing­flokki á Evr­ópuþing­inu og bresku þing­menn­irn­ir.

Hér má sjá hvernig at­kvæðagreiðslan fór

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert