Hálka á Möðrudalsöræfum og Hólasandi

Kindur af Þeistareykjasvæðinu í gær.
Kindur af Þeistareykjasvæðinu í gær. Ljósmynd/Hreinn Hjartarson

Hálka er á Möðrudalsöræfum og hálkublettir eru á Hólasandi. Ófært er orðið um hálendisvegi norðan jökla, segir í upplýsingum Vegagerðarinnar um færð á vegum landsins nú í morgun.

Bændur í Þingeyjarsýslum eru nú að sækja fé og munu smala því heim á bæi. Vegfarendur eru því beðnir að sýna aðgát því að fé gæti verið á og við veginn. Búast má við að þetta ástand verði fram eftir degi, segir í upplýsingum Vegagerðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert