Leggja til afsökunarbeiðni

Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson. mbl.is

Ell­efu þing­menn lögðu fram til­lögu á Alþingi í dag um af­sök­un­ar­beiðni og greiðslu skaðabóta til iðkenda Falun Gong. Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar er Guðmund­ur Stein­gríms­son.

Þessi til­laga var áður flutt á síðasta þingi.

Í álykt­un­inni seg­ir að slík af­sök­un­ar­beiðni við þá iðkend­ur FAlung Gong sem var meinuð land­ganga og fengu ekki að nýta tján­ing­ar­frelsi sitt, yrði ígildi viss upp­gjörs af hálfu ís­lenskra stjórn­valda, en í álykt­un­inni seg­ir að mann­rétt­indi hafi verið brot­in á fólk­inu.

Að auki vilja flutn­ings­menn að rík­is­stjórn­inni verði falið að sjá til þess að þeir sem voru vistaðir gegn vilja sín­um í Njarðvík­ur­skóla, var vísað frá land­inu eða meinað að nota gilda flug­miða Icelanda­ir um­rædda daga, fái viðhlít­andi bæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert