Ellefu þingmenn lögðu fram tillögu á Alþingi í dag um afsökunarbeiðni og greiðslu skaðabóta til iðkenda Falun Gong. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Guðmundur Steingrímsson.
Þessi tillaga var áður flutt á síðasta þingi.
Í ályktuninni segir að slík afsökunarbeiðni við þá iðkendur FAlung Gong sem var meinuð landganga og fengu ekki að nýta tjáningarfrelsi sitt, yrði ígildi viss uppgjörs af hálfu íslenskra stjórnvalda, en í ályktuninni segir að mannréttindi hafi verið brotin á fólkinu.
Að auki vilja flutningsmenn að ríkisstjórninni verði falið að sjá til þess að þeir sem voru vistaðir gegn vilja sínum í Njarðvíkurskóla, var vísað frá landinu eða meinað að nota gilda flugmiða Icelandair umrædda daga, fái viðhlítandi bætur.