Ræðutími þingmanna verði styttur

Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir. mynd/Johannes Jansson/norden.org

Siv Friðleifsdóttir og nokkrir þingmenn stjórnarflokkanna hafa lagt fram frumvarp til breytinga á þingskaparlögum, en með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að takmarka ræðutíma þingmanna.

Samkvæmt frumvarpinu fær forseti Alþingis heimild til að gera tillögu um hve lengi umræða um þingmál skuli standa. Ræðutími einstakra þingmanna getur þá orðið styttri en segir í 95. gr. laganna. Við upphaf 2. og 3. umræðu um lagafrumvörp og síðari umræðu um þingsályktunartillögur skal tillaga forseta um hve lengi umræðan má standa taka mið af óskum nefnda um heildartíma umræðu. Ekki má takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hann sé skemmri en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Í tillögu forseta um heildartíma umræðu skal skipta umræðutíma því sem næst að hálfu jafnt milli þingflokka og að hálfu skal hafa hliðsjón af því hve margir þingmenn eiga aðild að hverjum þingflokki en forseti ákveður ræðutíma þingmanna utan flokka. Ákvæði þessarar málsgreinar ná einnig til ræðutíma ráðherra. Tillögur forseta samkvæmt þessari málsgrein ná ekki til umræðna um frumvörp til fjárlaga og frumvörp til stjórnarskipunarlaga.

Frumvarpið hefur áður verið lagt fram á Alþingi, en ekki hluti afgreiðslu. Í greinargerð segir að  í frumvarpinu sé tekið mið af þeim reglum sem gilda um ræðutímann í norska þinginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka