Segir dæmda menn krefjast aðgerða gegn Íslendingum

Friðrik Arngrímsson.
Friðrik Arngrímsson. mbl.is

„Það eina sem Evr­ópu­sam­band­inu er heim­ilt að gera er að beita lönd­un­ar­banni á ís­lensk fiski­skip sem eru á mak­ríl­veiðum en all­ar aðgerðir um­fram þær, s.s. inn­flutn­ings­bann eða slíkt, eru skýrt brot gegn EES-samn­ingn­um,“ seg­ir Friðrik Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, í viðtali á heimasíðu sam­tak­anna.

Til­skip­un­in sem Evr­ópuþingið samþykkti er al­menns eðlis og bein­ist því ekki ein­göngu gegn Íslend­ing­um, held­ur öll­um ríkj­um sem tal­in eru stunda of­veiði á sam­eig­in­leg­um fisk­stofn­um. Þá tek­ur hún ein­göngu til þeirra teg­unda sem talið er að séu of­veidd­ar og ann­ars afla sem veidd­ur er í sömu veiðiferð.

„Þá er frá­leitt að tala um að Íslend­ing­ar stundi of­veiði þar sem Norðmenn og ESB veiða 90% af ráðlögðum kvóta. Ísland á all­an rétt til veiða á stofn­um inn­an ís­lensku lög­sög­unn­ar. Við höf­um ít­rekað lagt fram til­lög­ur um að all­ir dragi úr veiðum svo ekki verði veitt um­fram ráðgjöf. En þá þurf­um við auðvitað að fá sann­gjarn­an hlut eins og aðrir. Þá er mik­il­vægt að það fari fram end­ur­mat á mak­ríl­stofn­in­um því gera má ráð fyr­ir að stofn­inn sé mun stærri en mæl­ing­ar vís­inda­manna benda til,“ seg­ir Friðrik.

„Vitað er að Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur stunduðu stór­felld­ar veiðar um­fram út­gef­inn kvóta og var afl­an­um landað fram­hjá vigt. Þetta hef­ur skekkt mynd vís­inda­manna af stofn­stærðinni og þarf að end­ur­skoða. Skot­ar og Írar, sem voru einna stór­tæk­ast­ir í þess­ari svörtu at­vinnu­starf­semi, hafa nú verið dæmd­ir til að greiða háar sekt­ir fyr­ir þetta at­hæfi. Þeir fara nú fremst­ir í flokki þeirra sem krefjast ólög­mætra aðgerða gegn veiðum okk­ar Íslend­inga,“ seg­ir Friðrik á heimasíðu LÍÚ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert