177 mál á málaskrá ríkisstjórnarinnar

mbl.is/Ómar

For­sæt­is­ráðuneytið hef­ur birt þing­mála­skrá yfir þau mál sem rík­is­stjórn­in hyggst leggja fram á Alþingi í haust og eft­ir ára­mót­in.

Alls eru 177 mál á mála­skránni, að meðtöld­um skýrsl­um, sem lögð verða fram á Alþingi. Ný þing­mál sem leggja á fyr­ir Alþingi eru 117 tals­ins og auk þess verða end­ur­flutt fjöl­mörg þing­mál.

Meðal mála sem for­sæt­is­ráðherra ætl­ar leggja fram í haust er frum­varp um auðlinda­arð í orku­geir­an­um og frum­varp um breyt­ingu á stjórn­sýslu­lög­um þar sem „verður stefnt að því að ein­falda og sam­ræma laga­ákvæði um þagn­ar­skyldu op­in­berra starfs­manna og skýra skyld­ur þeirra varðandi meðferð trúnaðar­upp­lýs­inga“, eins og seg­ir í lýs­ingu. At­vinnu­vegaráðherra ætl­ar í haust að flytja frum­varp um stjórn fisk­veiða sem bygg­ist á frum­varp­inu sem lagt var fram sl. vor „en jafn­framt verður höfð hliðsjón af þeirri um­fjöll­un sem það frum­varp hlaut á Alþingi“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert