Getur fækkað tilfellum um 70%

Á síðasta ári var farið af stað í bólu­setn­ing­ar­her­ferð við leg­hálskrabba­meini og hér eft­ir verða all­ar tólf ára stúlk­ur bólu­sett­ar. 

„Ég held að ung­ling­ar hugsi ekki svo að fyrst þau séu bólu­sett þá geti þau stundað óvarið kyn­líf. Það eru til rann­sókn­ir á þessu, inn­lend­ar sem og er­lend­ar, sem benda til þess að svo sé ekki,“ seg­ir Þórólf­ur Guðna­son, yf­ir­lækn­ir hjá sótt­varn­ar­lækni í viðtali í Sunnu­dags­mogg­an­um í dag.

„Umræðan um ábyrgt kyn­líf snýst nátt­úr­lega ekki bara um þetta held­ur líka aðra kyn­sjúk­dóma og annað slíkt, þessi umræða hef­ur engu að síður verið uppi. Varðandi auka­verk­an­ir þá hafa rann­sókn­ir og reynsl­an af notk­un bólu­efn­anna ann­ars staðar sýnt að það er al­veg jafn ör­uggt og annað bólu­efni, það eru ekki sér­stak­ar auka­verk­an­ir sem fylgja því. Það er til dæm­is mik­ill mis­skiln­ing­ur að halda því fram að þetta bólu­efni valdi leg­hálskrabba­meini.“

Kyn­mök er helsta smit­leiðin

Þórólf­ur seg­ir að til sé fjöld­inn all­ur af svo­kölluðum HPV-veir­um en til­tölu­lega fáar þeirra hafi tengsl við leg­hálskrabba­mein. Það séu aðallega tvær teg­und­ir.

„Kyn­mök er helsta smit­leið þess­ara veira. Það er því hægt að segja að leg­hálskrabba­mein sé af­leiðing af kyn­lífi. Lík­urn­ar á smiti aukast eft­ir því sem ból­fé­lag­arn­ir eru fleiri. Flest­ar kon­ur sýkj­ast þó ein­hvern tím­ann á lífs­leiðinni því veir­an er mjög al­geng. Sem bet­ur fer er það í fæst­um til­fell­um sem hún veld­ur vand­ræðum, lík­am­inn ræður oft­ast niður­lög­um henn­ar. Það eru alltaf ein­hverj­ar kon­ur sem fá forstigs­breyt­ing­ar í leg­hálsi og í mörg­um til­fell­um ganga þær líka til baka. Síðan eru enn færri sem enda með krabba­mein. Það er því aðeins í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um, miðað við fjölda sýktra, sem veir­an veld­ur krabba­meini,“ seg­ir lækn­ir­inn.

Óvenju­legt bólu­efni

„Það er ekki al­veg komið í ljós hvort bólu­efnið virki eins og ætl­ast er til. Þetta er mjög óvenju­legt bólu­efni að því leyt­inu til að það tek­ur mörg ár að sjá ár­ang­ur­inn af bólu­setn­ing­unni. Það get­ur liðið mjög langt frá því að kona smit­ist af veirunni og þar til krabba­mein komi í ljós, allt upp í tíu til tutt­ugu ár.“ 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka