Kviknaði í íbúðarhúsi í Eyjum

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Vestmannabraut í Vestmannaeyjum um klukkan hálf sjö í morgun. Um er að ræða íbúðarhús sem er sambyggt verslun. Eldurinn hefur að öllum líkindum komið upp í stofu íbúðarinnar, að sögn lögreglu, en þar var eldurinn mestur.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn en að sögn lögreglunnar var eldurinn í raun ekki mjög mikill en miklar skemmdir urðu hins vegar vegna hita og reyks.

Málið er í rannsókn en enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert