34 skjálftar frá miðnætti

Kort Veðurstofu Íslands sem sýnir skjálftavirkni á Reykjaneshrygg.
Kort Veðurstofu Íslands sem sýnir skjálftavirkni á Reykjaneshrygg. www.vedur.is

Samkvæmt jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands hafa mælst 34 jarðskjálftar á Reykjaneshrygg frá miðnætti, sá stærsti er af stærðinni 3,6, samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum skjálftamælanna. Margir eru í kringum 2 að styrkleika.

Flestir skjálftanna eiga upptök sín í námunda við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki um að ræða óvenjumikla virkni á þessu svæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka