Forsetinn heiðrar íslensku þátttakendurna á Ólympíumóti fatlaðra

Íslenska afreksfólkið við heimkomuna af Ólympíumóti fatlaðra.
Íslenska afreksfólkið við heimkomuna af Ólympíumóti fatlaðra.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heiðrar í dag, sunnudaginn 16. september, íslensku þátttakendurna á Ólympíumóti fatlaðra í London með sérstakri móttöku á Bessastöðum.

Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að  íþróttafólkinu, fjölskyldum þeirra, þjálfurum og öðrum starfsmönnum sem voru á ólympíumótinu sé boðið til móttökunnar ásamt forystu Íþróttasambands fatlaðra og ÍSÍ ásamt þeim sem áður hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaða.

Einnig verða þar fulltrúar styrktaraðila og fréttamenn og ljósmyndarar sem viðstaddir voru ólympíumótið. Móttakan hefst kl. 16:00.

Jón Margeir Sverrisson gullverðlaunahafi á Ólympíumóti fatlaðra fyrir miðju.
Jón Margeir Sverrisson gullverðlaunahafi á Ólympíumóti fatlaðra fyrir miðju. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert