Kanadísku ferðamennirnir, sem urðu innlyksa í óveðrinu í síðustu viku í skála Ferðafélags Akureyrar í Laugafelli í sex sólarhringa þar til Páll Rúnar Traustason og Einar Hjartarson, meðlimir í félaginu, urðu þeirrar varir um helgina, hafa sent þeim félögum þakkarbréf vegna aðstoðarinnar. Fréttavefur Vikudags á Akureyri segir frá þessu í dag en bréfið hljóðar svo samkvæmt vefnum:
„Kæru Páll og Einar!
Við þökkum ykkur kærlega fyrir að hafa bjargað okkur úr skálanum í Laugafelli og fyrir alla aðstoðina. Okkur er mjög létt. Á leiðinni til byggða gerðum við okkur grein fyrir því að við hefðum ekki bjargast án ykkar aðstoðar, ákvörðunin að bíða í skálanum var rétt. Við gistum á Akureyri í gærkvöld og vonumst til að fljúga heim á mánudaginn. Við sendum ykkur betra þakkarbréf er heim er komið.“