Litlar líkur á ESB-aðild verði makríldeilan ekki leyst

Wikipedia

Meðan mak­ríl­deil­an er óleyst má gera ráð fyr­ir því að litl­ar lík­ur séu á því að Ísland eigi eft­ir að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Þetta kem­ur fram í grein á vef London School of Economics eft­ir Benjam­in Leruth sem stund­ar doktors­nám í stjórn­mála­fræði við Ed­in­borg­ar­há­skóla en rann­sókn­ir hans snúa að tengsl­um Norður­land­anna við ESB.

Í grein­inni fjall­ar Leruth um mik­il­vægi sjáv­ar­út­vegs í tengsl­um við um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sem og um for­sögu mak­ríl­deil­unn­ar. Hann seg­ir yf­ir­stand­andi end­ur­skoðun sam­eig­in­legr­ar sjáv­ar­út­vegs­stefnu sam­bands­ins ólík­lega til þess að liðka fyr­ir inn­göngu Íslands í það. Bæði Íslend­ing­ar og Evr­ópu­sam­bandið séu lík­leg til þess að standa fast á sínu í viðræðum um sjáv­ar­út­veg­inn.

Hann bend­ir á að for­senda þess að Íslend­ing­ar geti hugsað sér að ganga í Evr­ópu­sam­bandið sé að það tak­ist að sann­færa þá um að sjáv­ar­út­vegi þeirra verði borgið inn­an sam­bands­ins sem verði ekki auðvelt að gera. Á meðan fær­ist andstaða við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið í auk­ana.

„Mak­ríl­stríðið stefn­ir mak­ríl­stofn­in­um í hætti þar sem bæði al­menn­ing­ur og stjórn­völd eru treg til þess að samþykkja meiri­hátt­ar tak­mark­an­ir á afla­heim­ild­ir líkt og Evr­ópu­sam­bandið ætl­ast til. Þetta ógn­ar ekki aðeins viðræðum vegna um­sókn­ar Íslands um inn­göngu í sam­bandið held­ur dreg­ur einnig úr vin­sæld­um þess á meðal Íslend­inga þar sem það snert­ir mjög viðkvæmt viðfangs­efni,“ seg­ir Leruth enn­frem­ur í grein sinni.

Grein Benjam­ins Leruth í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka