Rúnar hlaut fjölmiðlaverðlaunin

Rúnar Pálmason, blaðamaður á Morgunblaðinu , hlaut fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og …
Rúnar Pálmason, blaðamaður á Morgunblaðinu , hlaut fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 2012. mbl.is/Kristinn

Rúnar Pálmason, blaðamaður á Morgunblaðinu, hlaut í dag fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir ítarlega umfjöllun sína um akstur utan vega. Var hann einn af þremur sem tilnefndir voru til verðlaunanna.

Í tilnefningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins segir að Rúnar hafi ítrekað vakið athygli á skemmdum sem unnar hafa verið með utanvegaakstri víða um landið og að hann hafi fylgt umfjöllun sinni eftir, krafið opinbera aðila svara og hvatt til þess að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við þessu vandamáli. Þá hafi myndefnið sem sett er fram með skrifum Rúnars sýnt með skýrum hætti hvernig akstur vélknúinna ökutækja getur spillt náttúru landsins.

Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Rúnar hefur verið einkar fylginn sér í umfjöllun sinni en skrif hans má rekja a.m.k. aftur til ársins 2004. Með reglubundnum hætti hefur hann krafið stjórnvöld og ólíka hagsmunaaðila svara, gengið á eftir svörum varðandi gerð hálendiskorts og viðrað ólík sjónarmið um útgáfu einkaaðila á kortum og kortagrunnum. Umfjöllun hans einkennist af hlutleysi og jafnvægi þar sem ólík sjónarmið koma fram.“

Aðrir sem hlutu tilnefningu að þessu sinni voru tímaritið Fuglar fyrir umfjöllun um fugla í náttúru Íslands, og Herdís Þorvaldsdóttir fyrir heimildarmynd sína „Fjallkonan hrópar á vægð“ sem fjallar um landeyðingu.  Myndin fjallar um landeyðingu og afleiðingar ofbeitar sauðfjár hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert