Stemning í Tungnaréttum

Tungna­rétt­ir hóf­ust í morg­un í blíðskap­ar­veðri. Rétt­un­um var frestað um einn dag, því ekki var hægt að smala í einn og hálf­an sól­ar­hring vegna óveðurs á Hvera­völl­um.

Að sögn Lofts Jónas­son­ar fjall­kóngs er fjöl­mennt í rétt­un­um. „Við byrjuðum klukk­an níu í morg­un, hér er sól­skin og norðan­blær og góð stemn­ing hjá fólki og fénaði,“ sagði Loft­ur í sam­tali við mbl.is um ell­efu­leytið í morg­un. 

Hann seg­ir að á milli 4.500 og 5.000 kind­ur séu í rétt­un­um. „Við erum að verða langt kom­in með að draga í sund­ur og svo byrj­ar söng­ur­inn og fjörið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert