Vaknaði ekki þrátt fyrir sáran barnsgrát

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um mikinn barnsgrát um fjögurleytið í nótt og fylgdi tilkynningunni að barnið hefði grátið meirihluta nætur. Grunur lék á um að barnið væri eitt heima þar sem enginn kom til dyra þrátt fyrir að búið væri að berja hraustlega á dyrnar.

Því var fenginn lásasmiður til að opna íbúðina og þá kom í ljós að móðir barnsins lá í rúminu við hliðina á því. Hún svaf aftur á móti svo fast að hún rumskaði ekki fyrr en lögregla var komin inn á gafl hjá henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert