Breyttur stuðningur vegna húsnæðisins

Ljóst er að um­tals­verðar breyt­ing­ar verða á stuðningi hins op­in­bera við heim­il­in vegna hús­næðis­kostnaðar á næsta ári. Gefið er til kynna í fjár­laga­frum­varpi næsta árs að stigið verði fyrsta skrefið í átt að nýju hús­næðis­bóta­kerfi í sam­ræmi við til­lög­ur starfs­hóps sem skilaði til­lög­um sín­um í maí sl. Það er þó ekki út­fært nán­ar í frum­varp­inu að öðru leyti en því að boðað er að veitt­ur verði einn millj­arður í tengsl­um við nýj­ar hús­næðis­bæt­ur. Hóp­ur­inn lagði til að tekn­ar yrðu upp hús­næðis­bæt­ur í stað vaxta- og húsa­leigu­bóta, þar sem stuðning­ur miðist við fjöl­skyldu­stærð.

Í grein­ar­gerð fjár­laga­frum­varps­ins er þó tekið fram að þetta krefj­ist tækni­legs und­ir­bún­ings og verði ekki komið á með skjót­um hætti. Á meðan sé því áformað að greiða út vaxta­bæt­ur árið 2013 með líku sniði og verið hef­ur. Þær hafa farið lækk­andi að und­an­förnu.

Full­trú­ar í starfs­hópn­um af hálfu sam­taka á vinnu­markaði sem rætt var við segj­ast ekki hafa átt neinn þátt í und­ir­bún­ingi breyt­ing­anna frá því að hóp­ur­inn skilaði til­lög­um sín­um í vor og erfitt sé að lesa úr fjár­laga­frum­varp­inu hvaða áfanga­breyt­ing­ar verða gerðar á næsta ári en flest bendi til að megin­áhersl­an verði lögð á stuðning­inn við leigj­end­ur, enda sé það í sam­ræmi við til­lög­urn­ar.

Tíma­bundið fram­lag til sér­stakra vaxt­aniður­greiðslna vegna hús­næðislána fell­ur niður á næsta ári enda áttu þess­ar niður­greiðslur ein­göngu að standa yfir í tvö ár. Hér er um um­tals­verðar fjár­hæðir að ræða. Alls fengu 97.301 sér­staka vaxt­aniður­greiðslu við álagn­ingu skatts­ins í sum­ar, sem nam þá 5,7 millj­örðum.

Veita á rúma 12 millj­arða í vaxta­bæt­ur og vaxt­aniður­greiðslur á næsta ári sam­an­borið við 17,3 á þessu ári. Vaxta­bæt­ur sem eru tekju­tengd­ar hafa dreg­ist sam­an að und­an­förnu, bæði vegna þess að vaxta­gjöld hafa minnkað og tekj­ur fólks auk­ist og farið upp fyr­ir tekju­mörk­in. Þörf­in fyr­ir aðstoð við að koma sér upp hús­næði er þó mik­il og einn viðmæl­andi sem rætt var við full­yrðir að senni­lega hafi sjald­an verið erfiðara fyr­ir fólk að leggja upp í þá veg­ferð að eign­ast sína fyrstu íbúð en í dag, ekki síst vegna þess hversu þrengt hef­ur að á lána­markaðinum. T.a.m. hef­ur verið tekið fyr­ir lánsveðin sem auðvelduðu mörg­um að fjár­magna sín fyrstu kaup o.s.frv.

Gunn­ar Axel Ax­els­son, aðstoðarmaður vel­ferðarráðherra, seg­ir að fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar verði nán­ar út­færðar á milli fyrstu og annarr­ar umræðu um fjár­laga­frum­varpið. Stefnt sé að því að við inn­leiðingu þess­ara breyt­inga verði byrjað á mál­efn­um leigj­enda og á stuðning­ur­inn að ná til fleiri sem eru á leigu­markaðinum en gert er í dag. Gunn­ar á von á að niðurstaðan með til­lög­un­um liggi fljót­lega fyr­ir.

Guðbjart­ur Hann­es­son vel­ferðarráðherra sagði við fjár­la­gaum­ræðuna á Alþingi sl. fimmtu­dag að við út­færsl­ur þessa þyrfti sam­komu­lag við sveit­ar­fé­lög­in. Ekki væri rætt um að hækka húsa­leigu­bæt­ur á kostnað vaxta­bóta í fyrstu skref­um held­ur myndu menn halda vaxta­bót­un­um en reynt yrði að stíga fyrstu skref­in. Í frum­varp­inu er talað um einn millj­arð vegna inn­leiðing­ar þess­ara breyt­ing­ar en í máli Guðbjarts kom fram að menn væru að tala um allt að 800 millj­ón­um eða þar um bil, sem gæti komið inn til þess að styrkja húsa­leigu­markaðinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert