Á ferðavef International Business Times segir að Skaftafell og Vatnajökulsþjóðgarður séu á meðal bestu þjóðgarða heims; garða sem fólk hafi aldrei heyrt um en vilji heimsækja eftir að lesa um þá.
Meðal annarra garða sem taldir eru upp í umfjölluninni er Westland-garðurinn á Nýja-Sjálandi og Conguillio-garðurinn í Síle.
Um Skaftafell og Vatnajökulsþjóðgarð segir m.a.:
„Lokaðu augunum og ímyndaðu þér Ísland. Hvað sérðu? Grösuga hæð? Íshettu á tindum? Skriðjökla? Eldfjöll? Allt þetta og meira til getur þú fundið með því að keyra í um fjórar klukkustundir austur af Reykjavík, í þjóðgörðunum við Vatnajökul og í Skaftafelli.“