Steingrími veitt stjörnuorða

Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra.
Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra. mbl.is/Frikki

Í dag verður Steingrími heitnum Hermannssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, veitt stjörnuorða utanríkisráðuneytis Litháens. Orðan er veitt af Audronius Ažubalis, utanríkisráðherra Litháens, til viðurkenningar á framlagi Steingríms til sjálfstæðisbaráttu Litháa.

Emanuelis Zingeris, formaður utanríkismálanefndar litháska þingsins, afhendir Eddu Guðmundsdóttur, ekkju Steingríms, orðuna í Alþingishúsinu.

Steingrímur sendi 24. janúar 1991 bréf til Vytautas Landsbergis, forseta Litháens, þar sem lýst var stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Litháens. Bréfið var sent í kjölfar fundar Steingríms með Emanuel Zingeris, en hann afhendir Eddu viðurkenninguna í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert