Þjóðin komi beint að breytingum

Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar eru flutningsmenn frumvarps til stjórnarskipunarlaga sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Pétur H. Blöndal Sjálfstæðisflokki er fyrsti flutningsmaður.

Frumvarpið, sem fjallar um hvernig stjórnarskrá verði breytt, hefur áður verið lagt fram en er nú lagt fram með breytingum. Þar er nú gert ráð fyrir að 40 þingmenn þurfi að samþykkja breytinguna í stað 2/3 þingmanna áður.

Þá er gert ráð fyrir að helmingur atkvæðisbærra kjósenda þurfi að samþykkja breytinguna þannig að hún taki gildi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert