Veggjahoppið dregur úr glæpum

Sænska myndlistarkonan Elin Wikström er stödd hér á landi til að kenna Frónbúum listina að hoppa um almenningsrými eða Parkour. Hennar útgáfa af íþróttinni er þó auðveldari en sú sem flestir þekkja en með því að virkja fjöldann í Parkour segir hún mögulegt að gera almenningsrými öruggari.

Í sumar vann hún með fjölmennan hóp sem iðkaði Parkour í alræmdu hverfi í Gautaborg þar sem fólk hættir sér ekki út að kvöldi til. Með því að stunda Parkour allan sólarhringinn í hverfinu segir Elin að marktækur árangur hafi náðst í baráttunni gegn glæpum í hverfinu. Virknin í almenningsrýminu hafi fælandi áhrif á hverskyns glæpamenn og glæpastarfsemi og sé í raun áhrifaríkari en notkun öryggismyndavéla.  

Í tilkynningu segir:

Æfingarnar munu fara fram á hverju kvöldi á milli 17:45 og 19:00. Ferðin hefst og lýkur við aðalinngang myndlistardeildar Listaháskóla Íslands við Laugarnesveg 91. Æskilegt er að fólk klæðist þægilegum fötum og íþróttaskóm. Öllum á aldrinum 5-100 ára er velkomið að vera með en tilgangur verkefnisins er að þroska betri skilning fyrir heimspekilegum bakgrunni Parkour og upplifa líkamann á nýjan hátt í borgarlandslaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert