Ekki óraunhæfar kröfur

00:00
00:00

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar af­hentu samn­inga­nefnd hjúkr­un­ar­fræðinga og nefnd Land­spít­ala álykt­un með kröf­um sín­um um bætt kjör í dag. Sam­kvæmt þeim yrðu ný­út­skrifaðir hjúkr­un­ar­fræðing­ar með 370 þús. kr. í mánaðarlaun í stað 280 þús. kr. Formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga seg­ir þetta ekki óraun­hæft.

Elsa Friðfinns­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, seg­ir álykt­un­ina hafa verið rædda á fund­in­um og að næsta fundi nefnd­anna hafi verið flýtt vegna þeirr­ar reiði sem sé á meðal starfs­manna. Um 1.200 hjúkr­un­ar­fræðing­ar starfa á Land­spít­al­an­um þannig að stofn­un­in þyrfti að greiða yfir 100 millj­ón­um meira í laun á hverj­um mánuði en Elsa seg­ir kröf­urn­ar ekki svo óraun­hæf­ar. Mið hafi verið tekið af öðrum op­in­ber­um starfs­mönn­um með jafn­langa mennt­un að baki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert