Ekki óraunhæfar kröfur

Hjúkrunarfræðingar afhentu samninganefnd hjúkrunarfræðinga og nefnd Landspítala ályktun með kröfum sínum um bætt kjör í dag. Samkvæmt þeim yrðu nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar með 370 þús. kr. í mánaðarlaun í stað 280 þús. kr. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta ekki óraunhæft.

Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir ályktunina hafa verið rædda á fundinum og að næsta fundi nefndanna hafi verið flýtt vegna þeirrar reiði sem sé á meðal starfsmanna. Um 1.200 hjúkrunarfræðingar starfa á Landspítalanum þannig að stofnunin þyrfti að greiða yfir 100 milljónum meira í laun á hverjum mánuði en Elsa segir kröfurnar ekki svo óraunhæfar. Mið hafi verið tekið af öðrum opinberum starfsmönnum með jafnlanga menntun að baki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert