„Koma þarf húsinu í lag“

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Kristinn

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son at­vinnu­vegaráðherra seg­ir að meg­in­lær­dóm­ur­inn af skýrslu Seðlabank­ans um val­kosti Íslands í gjald­miðils- og geng­is­mál­um væri sá að við þyrft­um að taka til á heima­velli og „koma hús­inu í lag“, eins og hann orðaði það í umræðum á Alþingi.

Ólöf Nor­dal, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurði Stein­grím út í skýrsl­una og hvað hann teldi vera meg­inniðurstaða henn­ar.

Stein­grím­ur sagði að skýrsla Seðlabank­ans væri gagn­leg og myndi hjálpa Íslend­ing­um að átta sig á mögu­leik­um lands­ins í stöðunni. Meg­in­inn­tak skýrsl­unn­ar væri að Íslend­ing­ar yrðu að koma mál­um í lag hér heima. Ef það tæk­ist ættu þeir tvo val­kosti, ann­ars veg­ar að nota áfram krónu og hins veg­ar að taka upp evru með aðild að gjald­miðils­sam­starfi.

Stein­grím­ur sagði að ef það tækj­ust samn­ing­ar við Evr­ópu­sam­bandið um aðild Íslands að sam­band­inu og sá samn­ing­ur yrði felld­ur í þjóðar­at­kvæðagreiðslu þá yrðu Íslend­ing­ar auðvitað að vera með klára pen­inga­stefnu. Sú stefna hlyti þá að byggj­ast á því að krón­an verði notuð áfram.

Stein­grím­ur sagði að skýrsla Seðlabank­ans væri einnig gagn­leg að því að hún ýtti út af borðinu hug­mynd­um um ein­hliða upp­töku ann­ars gjald­miðils. Stein­grím­ur var þá minnt­ur á í frammíkalli að hann hefði viljað taka upp norska krónu.

Ólöf Nor­dal minnti á viðbrögð Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar við skýrsl­unni, en hann sagði að skýrsl­an sýndi að úti­lokað væri að vera hér áfram með krónu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert