Lögreglan á Akureyri stöðvaði för ökumanns í bænum í nótt og reyndist hann vera undir áhrifum fíkniefna.
Á Ísafirði var einn ökumaður tekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Mál mannanna fer hefðbundna leið í kerfinu en að öðru leyti var nóttin róleg í umdæmum lögreglunnar á Akureyri og Ísafirði.