Ísland á heimsmet í traktorum

Dráttarvélar með tilheyrandi heyvinnuvélum á Suðurlandi.
Dráttarvélar með tilheyrandi heyvinnuvélum á Suðurlandi. Mbl.is/Friðrik Tryggvason

Íslendingar eru iðnir við að slá ýmis tölfræðileg heimsmet, oft í krafti höfðatölu eða annars konar hlutfallareiknings. Eitt slíkt met er nú komið fram í dagsljósið, því samkvæmt gögnum Alþjóðabankans er hvergi í heiminum að finna fleiri dráttarvélar á hvern hektara af ræktanlegu landi en einmitt hér. Tímaritið Economist segir frá þessu. 

Í frétt Economist kemur fram að á Íslandi séu fleiri traktorar en hektarar af ræktanlegu landi, eða samtals 1,6 traktor á hvern hektara. Er það jafnframt eina land heims þar sem málum er svo háttað. Ísland ber því höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir þegar kemur að hlutfallslegum fjölda dráttarvéla. Næsta land á eftir er Slóvenía, þá Japan, Sviss og Austurríki. Byggt er á gögnum Alþjóðabankans frá árinu 2009. 

Bent er á að þetta megi að hluta skýra með legu og staðarháttum Íslands, því hér sé landslagið hrjóstrugt og vegakerfið takmarkað. Líflegar umræður hafa skapast á síðu Economist um hvaða ályktanir, ef einhverjar, megi draga af þessar tölfræði.

Umfjöllun Economist

Ísland trónir á toppnum yfir hlutfallslegan fjölda dráttarvéla, eins og …
Ísland trónir á toppnum yfir hlutfallslegan fjölda dráttarvéla, eins og sjá má á súluriti Economist. Graf/Economist
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert