Þekkir þú manninn á myndinni?

Þessi mynd var tekin í Herjólfsdal kl. 05.35 mánudaginn 6. …
Þessi mynd var tekin í Herjólfsdal kl. 05.35 mánudaginn 6. ágúst. Óskað er upplýsinga um manninn í bláu yfirhöfninni. Af vef lögreglunnar

Lög­regl­an á Sel­fossi biður mann þann sem sést á meðfylg­andi mynd, klædd­ur blárri yf­ir­höfn og dökk­um bux­um, í Herjólfs­dal í Vest­manna­eyj­um mánu­dag­inn 6. ág­úst síðastliðinn kl. 05.35, að hafa sam­band í síma 480 1010. Einnig leit­ar lög­regl­an til al­menn­ings og biður þá sem telja sig geta upp­lýst hver þessi maður er að koma þeim upp­lýs­ing­um til lög­reglu. 

Maður þessi er tal­inn búa yfir upp­lýs­ing­um sem gagn­ast gætu við rann­sókn máls, seg­ir í frétt á vef lög­regl­unn­ar.

Mynd­in var tek­in um versl­un­ar­manna­helg­ina en lög­regl­an á Sel­fossi rann­sak­ar nú m.a. nauðgun­ar­mál sem kom upp á hátíðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert