Borgin vekur börnin

Starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fer heim til nokkurra unglinga í borginni …
Starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fer heim til nokkurra unglinga í borginni til að vekja þá og sjá þess að þeir fari í skólann. Jim Smart

Ung­ling­ar á grunn­skóla­aldri í nokkr­um hverf­um Reykja­vík­ur­borg­ar fá sér­stak­an stuðning frá borg­inni til að vakna á morgn­ana. Starfs­fólk vel­ferðarsviðs fer heim til ung­ling­anna í þess­um til­gangi og sér til þess að þeir fari í skól­ann.

Um er að ræða fá­menn­an hóp ung­linga sem þurfa á þess­ari aðstoð að halda.

Verk­efnið, sem kall­ast „Morg­un­han­ar“ hef­ur verið í gangi um skeið og hef­ur gefið góða raun, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Reykja­vík­ur­borg. 

Þetta er hugsað sem for­varnar­úr­ræði gegn brott­falli og lé­legri skóla­sókn og einnig er stefnt að því að auka mögu­leika ung­ling­anna til betri ár­ang­urs, bæði náms- og fé­lags­lega. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá borg­inni er ekki farið út í þess­ar aðgerðir nema önn­ur úrræði hafi þegar verið reynd.

Morg­un­hana­verk­efnið er unnið í sam­ráði við börn­in og fjöl­skyld­ur þeirra og boðið er upp á þenn­an mögu­leika eft­ir að ábend­ing­ar ber­ast frá skóla um slæma mæt­ingu.  Til­gang­ur­inn er að draga jafnt og þétt úr því að börn­in þurfi á aðstoðinni að halda og að hún leiði til þess að þau fari að vakna og mæta í skól­ann af sjálfs­dáðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert