Eldsneytisverð lækkar

AFP

Skeljungur og Atlantsolía hafa ákveðið að lækka verð á eldsneyti um tvær krónur. Er þetta gert vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu.

Bensínlítrinn kostar nú 257,10 krónur hjá Orkunni og 257,20 krónur hjá Atlantsolíu. Hjá Shell kostar lítrinn 257,70 krónur eftir verðlækkunina.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert