„Fullt tilefni til þess að íhuga áfrýjun“

Erla Skúladóttir, héraðsdómslögmaður, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Erla Skúladóttir, héraðsdómslögmaður, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Styrmir Kári

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá Erlu Skúla­dótt­ur, lög­manni Gunn­laugs M. Sig­munds­son­ar og Sig­ríðar G. Sig­ur­björns­dótt­ur í meiðyrðamáli þeirra gegn Teiti Atla­syni, að fullt til­efni sé til þess að íhuga áfrýj­un máls­ins en Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur komst að þeirri niður­stöðu í morg­un að vísa bæri hluta máls­ins frá og sýkna Teit að öðru leyti vegna þess. Seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að það sé skoðun um­bjóðenda Erlu að dóm­ur­inn sé rang­ur og að héraðsdóm­ur hafi komið sér und­an því að taka á grunn­spurn­ingu máls­ins, það er hvort „til­efn­is­laust netníð“ fengi staðist lög.

Yf­ir­lýs­ing­in í heild:

„Vegna dóms í meiðyrðamáli um­bjóðenda minna, Gunn­laugs M. Sig­munds­son­ar og Sig­ríðar G. Sig­ur­björns­dótt­ur, gegn Teiti Atla­syni, sem kveðinn var upp í dag, er nauðsyn­legt að fram komi að það er mat stefn­enda að dóm­ur­inn sé rang­ur í veiga­mikl­um atriðum og fullt til­efni til þess að íhuga áfrýj­un. Dóm­ur­inn kem­ur sér und­an því að taka á þeirri grunn­spurn­ingu máls­ins hvort til­efn­is­laust netníð eins og það sem stefn­end­ur hafa mátt þola af hálfu stefnda fái staðist lög. Frá­vís­un aðalsak­ar stríðir gegn fyrri dóma­for­dæm­um Hæsta­rétt­ar í sam­bæri­leg­um mál­um. Að auki fær ekki staðist að sýkna í fram­halds­sök vegna at­vika sem sann­an­lega áttu sér stað eft­ir að stefndi hafði sett um­stefnd meiðandi um­mæli á netið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert