Jóhanna: Dregið hefur úr skattheimtu

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði á Alþingi í dag að dregið hafi úr skatt­heimtu í tíð þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar og að fólk og fyr­ir­tæki héldu nú meiru eft­ir af tekj­um sín­um en í tíð fyrri rík­is­stjórn­ar.

Jó­hanna sagði þetta í umræðu um at­vinnu­mál, en umræðuna hóf Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Unn­ur Brá sagði að sterkt at­vinnu­líf væri for­senda fyr­ir hag­vexti og öfl­ugu vel­ferðar­kerfi. Hún sagði áhyggju­efni að í fjár­laga­frum­varp­inu væru kynnt áform um enn frek­ari skatt­lagn­ingu á at­vinnu­lífið. Þre­falda ætti skatt­lagn­ingu á gist­ingu. Hækka ætti vöru­gjöld á mat­væli um 800 millj­ón­ir og hækka ætti til muna veiðigjald.

Unn­ur sagði að nýj­ar töl­ur Hag­stof­unn­ar sýndu að at­vinnuþátt­taka hefði ekki auk­ist frá ár­inu 2010. Störf­um hefði því ekki verið að fjölga eins og for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefðu verið að halda fram. Þetta væri áhyggju­efni.

Sagði skatta á fyr­ir­tæki lága

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði að í hrun­inu hefðu tap­ast 15.000 störf og þjóðar­tekj­ur hefðu lækkað um 13%. Þetta hefði verið það verk­efni sem rík­is­stjórn­in stóð frammi fyr­ir þegar hún tók við völd­um. Nú hefði verið hag­vöxt­ur sam­fleytt í tvö ár, at­vinnu­leysi hefði minnkað og kaup­mátt­ur hefði auk­ist á ný.

Jó­hanna talaði um að um­fangs­mikl­ar virkj­ana­fram­kvæmd­ir væru í far­vatn­inu, en hún nefndi ekki hvaða virkj­an­ir væri þar um að ræða, þó eft­ir því væri gengið.

Jó­hanna sagði að rík­is­stjórn­in hefði sett fram fjár­fest­inga­áætl­un sem byggðist á að nýta tekj­ur af veiðigjaldi til fjár­fest­inga. Með þessu gjaldi væri hægt að flýta gerð jarðganga um 2-3 ár, byggja nýj­an Herjólf og fleira. Jó­hanna spurði hvort sjálf­stæðis­menn ætluðu að hætta við þessi verk­efni ef þeir stæðu við yf­ir­lýs­ing­ar um að draga til baka hækk­un veiðigjalds.

Jó­hanna sagði að alþjóðleg­ur sam­an­b­urður á skatt­lagn­ingu fyr­ir­tækja sýndi að óvíða greiddu fyr­ir­tæki lægri tekju­skatt en hér á landi og það sama mætti segja um trygg­inga­gjaldið.

„Á fyrstu sex­mánuðum árs­ins 2012 jókst fjár­fest­ing um 19,3% sam­an­borið við fyrstu sex mánuði árs­ins 2011. Skatt­heimt­an var einnig meiri í tíð Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir hrun. Árið 2005 og 2006 námu skatt­tekj­ur rík­is­ins 31,5% af lands­fram­leiðslu, en í ár er tal­an 27,3% og á því næsta enn lægri 27,1%. Staðreynd­in er sú að fólk og fyr­ir­tæki halda meiru eft­ir af sín­um tekj­um nú en þegar þeir flokk­ar sem hæsta tala um skatt­pín­ingu stýrðu rík­iskass­an­um,“ sagði Jó­hanna.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason alþing­ismaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, vakti at­hygli á að Jó­hanna hefði í ræðu sinni ekk­ert minnst á hækk­un skatta á ferðaþjón­ust­una. Hann sagði að í ferðaþjón­ust­unni hefði á síðustu árum kviknað ljós og von um að for­send­ur væru fyr­ir auk­inni fjár­fest­ingu. Rík­is­stjórn­in hefði ekki getað látið þessa grein í friði og reynt að slökkva þetta ljós með auk­inni skatt­heimtu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert