Þurfa 860 milljónir en fá 262

mbl.is/Hjörtur

Björn Zoëga, for­stjóra Land­spít­ala seg­ir spít­al­ann vera kom­in í vand­ræði með mörg tæki. „Báðir geislaherm­ar spít­al­ans biluðu í sum­ar og við verðum að end­ur­nýja í það minnsta annað tækið á næsta ári enda eru þetta einu geislaherm­arn­ir á land­inu,“ seg­ir Björn.

Í sam­komu­lagi við Guðbjart Hann­es­son, vel­ferðarráðherra, fór Björn fram á meiri stuðning við hin ýmsu verk­efni LSH, m.a. aukið fé til tækja­kaupa.  „Það var ákveðið að styðja spít­al­ann í tækja­kaup­um með því að setja fram ákveðna fjár­fest­ingaráætl­un núna í ár og á næsta ár. Áætl­un­in færi svo til meðferðar í fjár­laga­nefnd Alþing­is.“

Í fjár­laga­frum­varpi þessa árs er gert ráð fyr­ir að Land­spít­al­inn fái 262 millj­ón­ir til tækja­kaupa en það seg­ir Björn ekki vera nóg. „Við sett­um fram áætl­un upp á 860 millj­ón­ir og það er sú upp­hæð sem spít­al­inn þarf nauðsyn­lega og þá erum við búin að for­gangsraða mjög hart. Við þurf­um í raun og veru millj­arð á hverju ári næstu þrjú árin til að gera okk­ur sæmi­lega sjó­fær á nýj­an leik.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert