Verða að samþykkja löggjöf ESB

Norden.org

Það eru slæm­ar frétt­ir að ekki hafi tek­ist að ná sam­komu­lagi í mak­ríl­deil­unni á ráðherra­fundi í byrj­un þessa mánaðar og staðfest­ir sú niðurstaða enn frek­ar en áður þörf­ina á því að beita Íslend­inga refsiaðgerðum fyr­ir að taka ekki þátt í ábyrgri stjórn veiða úr fiski­stofn­in­um og tryggja þannig sjálf­bærni hans til lengri tíma. Þetta seg­ir formaður sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins, Gabriel Mato, í sam­tali við mbl.is.

„Það er óheppi­legt að eft­ir deil­ur í þrjú ár á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs ann­ars veg­ar og Íslands og Fær­eyja hins veg­ar haldi tvö síðar­nefndu rík­in áfram að krefjast meiri afla­heim­ilda en sem nem­ur sögu­leg­um veiðum þeirra og þvert á vís­inda­lega ráðgjöf,“ seg­ir Mato og bæt­ir því við að óviðun­andi sé að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar hafi að engu hags­muni annarra strand­ríkja á svæðinu og þar með talið Evr­ópu­sam­bands­ins.

Kom­inn tími fyr­ir refsiaðgerðir

„Þessi staða er óá­sætt­an­leg og þar sem málið snert­ir hags­muni nokk­urra ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins er nauðsyn­legt að gripið sé þegar til aðgerða til þess að binda endi á þessa ósann­gjörnu og ger­ræðis­legu fram­komu,“ seg­ir Mato enn­frem­ur og bæt­ir því við að Írland, Spánn, Frakk­land, Hol­land, Belg­ía og Bret­land hafi farið fram á það í ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins að gripið yrði til aðgerða gegn Íslandi.

Mato seg­ist sem formaður sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins full­kom­lega sam­mála írska Evr­ópuþing­mann­in­um Pat Gallag­her í skýrslu hans um málið þar sem segi að kom­inn sé tími til þess að grípa til refsiaðgerða. Fyr­ir vikið sé hann mjög ánægður með að Evr­ópuþingið skuli hafa samþykkt 12. sept­em­ber síðastliðinn laga­setn­ingu sem heim­ili að gripið sé til slíkra aðgerða. Nú hafi Evr­ópu­sam­bandið viðeig­andi tæki í hönd­un­um til þess að taka á mál­um eins og mak­ríl­deil­unni.

Sjáv­ar­út­vegskafl­inn skipt­ir sköp­um

„Við ger­um okk­ur grein fyr­ir því að viðræður um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið eru nú í gangi. Sjáv­ar­út­vegskafl­inn skipt­ir að mínu mati sköp­um í þeim efn­um. Íslend­ing­ar verða að samþykkja og virða lög­gjöf sam­bands­ins í sjáv­ar­út­vegs­mál­um en ég er ekki viss um að þeir séu reiðubún­ir að gera það enn sem komið er,“ seg­ir Mato að lok­um, spurður að því hvaða áhrif mak­ríl­deil­an kunni að hafa á um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert