4-6 sinnum hærri laun í Noregi

Gunnlaugur Sigurðsso ávarpaði fund lækna í kvöld.
Gunnlaugur Sigurðsso ávarpaði fund lækna í kvöld. Mbl.is/Árni Sæberg

Ítrekaðar at­lög­ur hafa verið gerðar að vinnu­um­hverfi heim­il­is­lækna frá hruni og þurfa þeir að vera í stöðugri vörn. Lækk­un á laun­um þeirra frá vor­inu 2009 hef­ur ekki gengið til baka og þeim bjóðast 4-6 sinn­um hærri laun í Nor­egi. Lækn­ar sitja nú á fundi um launa­kjör og ástandið í heil­brigðis­kerf­inu.

Til­efni fund­ar­ins er launa­hækk­un sem vel­ferðarráðherra bauð for­stjóra Land­spít­al­ans í ág­úst, en hann ákvað að hafna í gær. Al­mennr­ar óánægju gæt­ir meðal lækna og má heyra á fram­sög­um og umræðum á fund­in­um að þeir telji að kom­inn sé tími á breyt­ing­ar.

Gunn­laug­ur Sig­urðsson heilsu­gæslu­lækn­ir flutti fyrstu fram­sög­una á sam­eig­in­leg­um fé­lags­fundi Fé­lags al­mennra lækna og Lækna­fé­lagi Reykja­vík­ur í kvöld. Hann sagði hætt við því að Nor­eg­ur og Svíþjóð gætu tekið við öll­um ís­lensk­un heilsu­gæslu­lækn­um á einu bretti, og jafn­vel oft­ar en einu sinni.

Gunn­laug­ur nefndi dæmi af sjálf­um sér þegar hann flutti aft­ur heim til Íslands eft­ir störf á heilsu­gæslu í Nor­egi. Við þann flutn­ing lækkaði hann í dag­vinnu­laun­um um 70% og var það þó fyr­ir nokkr­um árum þegar geng­is­mun­ur var minni en nú. Gunn­laug­ur sagði að laun heilsu­gæslu­lækna í Nor­egi væru 4-6 sinn­um hærri en hér. „Því er ekki furða þótt Skandi­nav­ía heilli, þar sem hægt er að vinna helm­ingi minna og hafa helm­ingi hærri laun,“ sagði Gunn­laug­ur.

Hann benti þó á að það væri meira en laun­in ein sem toguðu ís­lenska lækna burt frá land­inu. Mjög marg­ir ís­lensk­ir lækn­ar hafi full­menntað sig í Skandi­nav­íu, hafi þar lækn­inga­leyfi og tengslanet. Þar hafi þeir kynnst öðrum og betri aðbúnaði en hér sé við lýði. Eft­ir þá reynslu séu þeir síður ánægðir þegar og ef þeir snúa til baka enda kjósi marg­ir nú að gera það ekki enda mik­il eft­ir­spurn eft­ir þeim úti. „Það er spurn­ing hvort við séum ekki far­in að mennta heim­il­is­lækna fyr­ir út­lönd,“ sagði Gunn­laug­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert