Ásýnd Akureyrar gæti breyst

Ásýnd Akureyrar mun breytast verulega ef tekin verður ákvörðun um að leggja 220 Kw fyrirhugaða stóriðjulínu í lofti en ekki í jörð. Mögulegt er að loftlína verði látin þvera Súlumýrar og þvergirða flugvöllinn sunnan flugvallar. Greint er frá þessu á forsíðu vikublaðsins Akureyri í dag.

Sérstök sendinefnd frá Akureyrarbæ og Eyjafjarðarsveit átti fund með fulltrúum atvinnuvegaráðuneytisins og lýsti áhyggjum sínum af því ef þessi leið verður farin. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að fulltrúar sveitarfélaganna hafi einnig átt fundi með fulltrúum Landsnets og hafi þeir fundir verið upplýsandi og fulltrúar sveitarfélaganna beggja hafi fengið gott tækifæri til að koma sínum áherslum á framfæri.

Nefnd er að störfum á vegum atvinnuvegaráðuneytisins sem ætlað er að hjálpa til við stefnumótun hjá Landsneti um hvernig lagningu raflína og rafstrengja verður háttað í framtíðinni. Nefndin á að skila af sér fyrir 1. nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert