Nýtt sunnudagsblað kemur út um helgina

Eyrún Magnúsdóttir stýrir breyttu sunnudagsblaði og Pétur Blöndal stýrir menningardeildinni.
Eyrún Magnúsdóttir stýrir breyttu sunnudagsblaði og Pétur Blöndal stýrir menningardeildinni. mbl.is/Kristinn.

Sunnudagsblað Morgunblaðsins kemur út í nýrri og bættri mynd um helgina. Morgunblaðið á sunnudögum verður stærra en áður og nær yfir víðara svið.

Fjölbreytt umfjöllun verður um hverja helgi um daglega tilveru og það sem hæst ber í þjóðlífinu. Lagt verður upp úr því að færa lesendum vandaða umfjöllun um bækur, menningu, heilsu, ferðalög, hönnun, listir, tækni, tísku og fjármál heimilanna, svo eitthvað sé nefnt.

Blaðinu verður dreift með laugardagsblaði Morgunblaðsins eins og verið hefur.

Nýtt bílablað, útgáfu Finnur.is hætt

Þá fylgir nýtt og glæsilegt bílablað Morgunblaðinu á þriðjudögum, en hætt verður útgáfu á Finnur.is á fimmtudögum. Barnablaðið fylgir aðalblaðinu á laugardögum. Atvinnu- og raðauglýsingablaðið fylgir Morgunblaðinu á sunnudögum.

Eyrún Magnúsdóttir hefur verið ráðin umsjónarmaður Morgunblaðsins á sunnudögum. Hún er hagfræðimenntuð og hefur áður starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og stýrt umræðuþættinum Kastljósi á RÚV auk þess að starfa við ráðgjöf.

Pétur Blöndal ritstjórnarfulltrúi er yfirmaður menningardeildar, en undir þá deild heyra Morgunblaðið á sunnudögum, daglegar menningarsíður og blaðhlutinn Daglegt líf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert