Fjórir skjálftar yfir 4 að stærð

Kortið sýnir upptök jarðkjálfta á tímabilinu 14.-21. september 2012. Jarðskjálftar …
Kortið sýnir upptök jarðkjálfta á tímabilinu 14.-21. september 2012. Jarðskjálftar eru táknaðir með rauðum hringjum. Upptök jarðskjálfta yfir 4 að stærð eru táknuð með svörtum stjörnum. Sveru örvarnar ofarlega á kortinu sýna rekstefnuna og örvarnar við Flateyjarskaga sýna hreyfistefnuna um Húsavíkur-Flateyjarmisgengið. Einnig eru sýnd nokkur önnur misgengi á svæðinu með svörtum línum.

Tals­verð jarðskjálfta­virkni syðst í Eyja­fjarðarál úti fyr­ir Norður­landi hef­ur staðið yfir með hlé­um frá 14. sept­em­ber. Fram til dags­ins í dag hafa mælst fjór­ir jarðskjálft­ar yfir 4 að stærð. Tveir þeirra urðu þann 19. sept­em­ber kl. 07:57 og 08:28 og tveir í gær 20. sept­em­ber kl. 09:27 og 19:42. Þeir hafa all­ir fund­ist greini­lega á Sigluf­irði og Ólafs­firði. Sá fyrsti fannst einnig á Sauðár­króki og sá síðasti á Dal­vík, Ak­ur­eyri og Húsa­vík. Einnig hafa mælst nokkr­ir skjálft­ar yfir 3 að stærð en í allt hafa á fimmta hundrað jarðskjálft­ar verið staðsett­ir. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Veður­stof­unn­ar.

Eyja­fjarðaráll ligg­ur milli Húsa­vík­ur-Flat­eyj­armis­geng­is­ins og sig­dals suður af Kol­beins­eyj­ar­hrygg. Húsa­vík­ur-Flat­eyj­armis­gengið er hluti af Tjör­nes­brota­belt­inu sem brú­ar bilið milli norðurgos­belt­is­ins og Kol­beins­eyj­ar­hryggs. Jarðskjálft­ar eru ekki óal­geng­ir á þessu svæði.

Skjálft­araðir hliðstæðar þeirri sem nú er í gangi urðu árin 1996 og 2004. Þær stóðu í marga daga og jarðskjálft­ar yfir 4 að stærð mæld­ust. Upp­tök skjálfta­virkn­inn­ar sem nú stend­ur yfir er ekki á Húsa­vík­ur-Flat­eyj­armis­geng­inu og ekk­ert bend­ir til þess að svo stöddu að hún fær­ist þangað. Hvorki er hægt að segja fyr­ir um hve lengi þessi skjálftaröð muni standa yfir né úti­loka frek­ari skjálfta af stærð 4 eða meira.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert