Sjálfstæðisflokkurinn með landsfund í febrúar

Frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Árni Sæberg

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur tekið ákvörðun um að næsti landsfundur flokksins verði haldinn 21.-24. febrúar.

Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, lagði þessa tillögu fram á fundi miðstjórnar. Samkvæmt lögum flokksins á að halda landsfund að jafnaði á tveggja ára fresti.

Þetta er 41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hélt síðast landsfund í september 2011. Meðal verkefna landsfundar er að kjósa forystu flokksins, en fyrir liggur að Ólöf Nordal varaformaður sækist ekki eftir endurkjöri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert