Vilja sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu

Ung vinstri græn á höfuðborg­ar­svæðinu telja að sam­eina skuli sveit­ar­fé­lög höfuðborg­ar­svæðis­ins í eitt. Stjórn­sýslu­leg ein­föld­un sem þessi myndi út­rýma þeirri ónauðsyn­legu skriffinnsku og enda­lausa samn­inga­harki sem er viðloðandi sam­starf bæj­ar­fé­laga og borg­ar.

Starf­semi höfuðborg­ar­svæðis­ins ætti ekki að taka mið af ímynduðum bæj­ar­mörk­um held­ur dreifast um sam­einað höfuðborg­ar­svæði eft­ir þörf­um, svo að all­ir íbú­ar svæðis­ins njóti jafnra rétt­inda og hafi sömu skyld­ur.´

Í grein­ar­gerð með álykt­un­inni seg­ir m.a. að sú þjón­usta sem íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins hafa aðgengi að sé mis­mun­andi eft­ir bú­setu. „Það hlýt­ur að telj­ast óeðli­legt að rétt­indi og skyld­ur séu svo ólík­ar fólks á milli á svona litlu svæði. Það ýtir und­ir órétt­mæta stétt­skipt­ingu í skjóli úr­eltra ímyndaðra bæj­ar­marka að bæj­ar­fé­lög geti kom­ist upp með að tak­marka sín um­svif, á þeim for­send­um að íbú­ar þess sæki þessa starf­semi í nær­liggj­andi bæj­ar­fé­lög. Aðilar sem hafa mik­il fjár­ráð geta safn­ast á slík svæði því út­svar er lægra, og sam­svar­ar ekki þeirri starf­semi sem þeir nýta sér frá öðrum bæj­ar­fé­lög­um. Gætt hef­ur mik­ill­ar tregðu meðal stjórn­valda ákveðinna sveit­ar­fé­laga til að end­ur­skoða stjórn­sýslu­legt skipu­lag höfuðborg­ar­svæðis­ins. Velta má vöng­um yfir því hvort sú afstaða ráðist af hags­mun­um íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins í heild eða hags­mun­um þeirra sem hafa völd og hagn­ast af nú­ver­andi skipu­lagi,“ seg­ir m.a. í grein­ar­gerðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert