Jónína vill í framboð fyrir Framsókn

Jónína Benediktsdóttir, athafnakona.
Jónína Benediktsdóttir, athafnakona. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

„Ég er búin að ákveða það að bjóða mig fram en það er algerlega undir flokksmönnum komið að ákveða hvort þeir vilji nýta starfskrafta mína,“ segir Jónína Benediktsdóttir, athafnakona, í samtali við mbl.is spurð að því hvort hún hafi í hyggju að fara í framboð fyrir næstu þingkosningar en hún er félagi í Framsóknarflokknum.

„En ég hef hins vegar ekki í hyggju að fara í einhvern pólitískan leðjuslag sem hefur verið gagnrýndur svo mjög og oft vill eiga sér stað í pólitíkinni. Fólk verður bara að dæma mig af verkum mínum, góðum og slæmum,“ segir Jónína.

Hún segist hafa gengið til liðs við Framsóknarflokkinn á sínum tíma ekki síst vegna þess að þar hefði farið fram mest endurnýjun. „Ég upplifi það sem svo að þar vilji fólk taka til og þar vilji fólk kerfisbreytingar. Mig langar að leggja mitt af mörkum í þeim efnum og ef framsóknarfólk vill nýta mig til einhverra góðra verka þá er ég tilbúin til þess.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert