Allir þingmenn vilja halda áfram

Merki Samfylkingunnar.
Merki Samfylkingunnar.

All­ir þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi vilja halda áfram. Fleiri munu íhuga fram­boð sam­kvæmt frétt Viku­dags á Ak­ur­eyri og seg­ir að Erna Indriðadótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Alcoa, og Kristrún Heim­is­dótt­ir, lektor við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, séu að hugsa málið. 

Áður hef­ur komið fram að Kristján L. Möller, Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son og Jón­ína Rós Guðmunds­dótt­ir stefni öll á að sitja áfram fyr­ir flokk­inn á Alþingi. Í frétt­inni er einnig minnst á Loga Má Ein­ars­son, fyrsta varaþing­mann flokks­ins í kjör­dæm­inu, en hann seg­ir að hann hafi ekk­ert hug­leitt þessi mál ennþá. Kristrún Heim­is­dótt­ir vildi ekk­ert segja um málið á þess­ari stundu, en hún hef­ur starfað lengi inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og var meðal ann­ars aðstoðarmaður Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra.

Fyrr í dag var ákveðið hvernig staðið yrði að vali á fram­boðslista í kjör­dæm­inu og samþykkti kjör­dæm­aráð flokks­ins að kosið yrði um 6 efstu sæti fram­boðslist­ans í próf­kjöri þar sem flokks­menn og skráðir stuðnings­menn ein­ir hafi kosn­inga­rétt. Seg­ir í til­kynn­ingu að við kosn­ing­una verði stuðst við „regl­ur um paralista, þ.e. jafnt hlut­fall tryggt í sæti 1. og 2. Síðan í næstu tvö sæti og svo koll af kolli í hver tvö sæti.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert