Launahækkunin mistök að mati Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir segist enn bera traust til Guðbjarts Hannesson velferðarráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir segist enn bera traust til Guðbjarts Hannesson velferðarráðherra. mbl.is/Kristinn

Ákvörðun Guðbjarts Hann­es­son­ar vel­ferðarráðherra að hækka laun Björns Zoëga, for­stjóra Land­spít­al­ans, braut ekki í bága við lög um að eng­inn emb­ætt­ismaður skuli hafa hærri laun en for­sæt­is­ráðherra að mati Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Í viðtali við Frétta­blaðið seg­ir Jó­hanna að um hækk­un á lækn­is­hluta starfa Björns hafi verið að ræða. Jó­hanna tel­ur að upp­haf­leg ákvörðun Guðbjarts hafi verið mis­tök en hún seg­ir hann samt sem áður njóta trausts henn­ar. All­ir geti gert mis­tök, Guðbjart­ur hafi viður­kennt sín og sé maður að meiri í kjöl­farið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert