Ráðherrafundur um fjármögnun Vaðlaheiðarganga

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng. mbl.is

„Þetta var gagnlegur fundur og ég bind vonir við að gengið verði endanlega frá samningi um fjármögnun verksins á næstu dögum.“

Þetta segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri í vikudegi.is í dag, eftir fund með fjármálaráðherra og atvinnuvegaráðherra.  Á fundinum var rætt sérstaklega um gerð lánasamnings milli ríkissjóðs og Greiðar leiðar ehf., en Alþingi samþykkti í júní lög til að heimila framkvæmdina. Þrátt fyrir samþykkt laganna hefur enn ekki verið gengið frá samningnum.

„Það er eindreginn vilji allra að ljúka málinu sem fyrst, þetta hefur tekið allt of langan tíma.  Þessi fundur með ráðherrunum skilar vonandi þeim árangri að gengið verði frá málinu sem fyrst,“ segir Eiríkur Björn ennfremur.

Kristján Þór Júlíusson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NA kjördæmi furðar sig á seinaganginum í viðtali við Vikudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert