Reyndu að fá hætt við guðsþjónustu við þingsetningar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi. mbl.is/Kristinn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu í Valhöll í morgun að í aðdraganda að setningu Alþingis í síðustu viku hefðu Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir unnið að því bak við tjöldin að fella niður þá hefð að gengið væri til guðsþjónustu fyrir þingsetninguna.

„Það átti að lauma þeirri breytingu inn nokkrum dögm eða klukkustundum áður en menn áttuðu sig á því,“ sagði Bjarni, að því er fram kemur á vef Eyjunnar,  „og það var ríkur vilji til þess í báðum stjórnarflokkum.“

Segir ennfremur, að Bjarni hafi ekki sagst vita hvort mönnum væri svona illa við þjóðkirkjuna eða þyrðu ekki að ganga þessa metra. En að ætla sér í krafti stöðu sinnar að gera jafnmikla breytingu á gamalli hefð og venju í skjóli nætur og þora ekki einu sinni að ganga fram og segja sína skoðun og verja hana væri aumingjaskapur og ekkert annað.

Hann sagði að hefðinni hefði verið viðhaldið þar sem fulltrúar í forsætisnefnd, forseti þingsins og aðrir hafi spyrnt við fótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka