Á gjörgæslu eftir bílveltu

Einn var fluttur á gjörgæslu eftir bílveltu á Vatnsleysistrandarvegi í …
Einn var fluttur á gjörgæslu eftir bílveltu á Vatnsleysistrandarvegi í nótt. mbl.is/Hjörtur

Alvarleg bílvelta varð á Vatnsleysustrandarvegi í nótt. Í bílnum sem er mikið skemmdur voru ökumaður og farþegi. Lögreglan rannsakar nú málið og verst frétta af atvikinu.

Báðir sem í bílnum voru slösuðust og annar var fluttur á gjörgæslu. Ekki var hægt að fá upplýsingar um ástand þess sem er á gjörgæslu vegna mikils annríkis þar.

Ekki fengust heldur upplýsingar um aldur fólksins né um tildrög slyssins, þar sem málið er á rannsóknarstigi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert