Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur ekki áform um að bjóða sig fram til setu á Alþingi á ný en orðrómur hefur verið um það að hann hefði það hugsanlega í hyggju.
„Seg þú Morgunblaðsmönnum og þjóðinni að það sé mín skoðun að fyrrverandi ráðherrar og formenn í flokkum eigi aldrei að fara aftur til leiks. Þeirra tími sé liðinn,“ sagði Guðni í samtali við mbl.is spurður hvort eitthvað slíkt stæði til. „Ekki á dagskrá.“