Oddviti Framsóknar á Akureyri styður Höskuld

Höskuldur Þórhallsson - þingmaður Framsóknarflokks.
Höskuldur Þórhallsson - þingmaður Framsóknarflokks. mbl.is/Eggert

Oddviti Framsóknar í bæjarstjórn Akureyrar styður Höskuld Þórhallsson í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og segir Sigmundi að bjóða sig fram í Reykjavík.

Þetta kemur fram í viðtali við Guðmund Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins á Akureyri á vef Vikudags.

 „Hérna í kjördæminu er til nóg af hæfu fólki til að skipa framboðslista flokksins og ég hef á fundum lýst yfir eindregnum stuðningi við Höskuld Þórhallsson í fyrsta sæti framboðlistans,“ segir Guðmundur Baldvin.

Hann telur skynsamlegast að formaður flokksins bjóði sig fram í Reykjavík. „Við þurfum að vinna vígi í höfuðborginni og Sigmundur Davíð er rétti aðilinn til að ráðast í það verkefni, enda hefur hann staðið sig vel. Í höfuðborginni eru flest atkvæðin og þess vegna er nauðsynlegt að mínu viti að formaður flokksins fari fyrir framboðslista þar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert