Siv hættir

Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir. mynd/Johannes Jansson/norden.org

Siv Friðleifs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar ekki að gefa kost á sér til end­ur­kjörs í kom­andi þing­kosn­ing­um. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem Siv hef­ur sent fjöl­miðlum.

„Fyr­ir nokkru tók ég þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til end­ur­kjörs í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um. Þá ákvörðun tók ég í ljósi þess að ég hef í lang­an tíma lagt alla mína krafta í stjórn­mál.

Ég hef verið alþing­ismaður í 18 ár og þar af ráðherra í 6 ár. Fyrst var ég kjör­in á Alþingi 1995 og síðan end­ur­kjör­in 1999, 2003, 2007 og 2009. Árin 1999-2004 var ég um­hverf­is­ráðherra og sam­starfs­ráðherra Norður­land­anna og síðan heil­brigðis- og trygg­inga­málaráðherra 2006-2007. Þá var ég einnig bæj­ar­full­trúi á Seltjarn­ar­nesi 1990-1998.

Í störf­um mín­um að stjórn­mál­um hef ég leit­ast við að vera rökvís og hafa hóg­værð, rétt­læti og sann­girni að leiðarljósi. Það eru þau gildi sem treysta far­sæld og reyn­ast manni best þegar upp er staðið.

Á síðustu árum hef ég fengið tæki­færi til að tak­ast á við mörg krefj­andi fram­fara­mál og er stolt af þeim störf­um. Stolt­ust er ég m.a. af því að leggja fram fyrstu nátt­úru­verndaráætl­un lands­ins. Við vinnslu henn­ar skoðaði ég um 70 svæði um allt land, sem sér­fræðing­ar höfðu lagt til að yrðu vernduð vegna nátt­úru­vernd­ar­hags­muna. Einnig er ég stolt af tíma­bund­inni friðun rjúp­unn­ar, starfi að jafn­rétt­is­mál­um, vinnu við nor­rænt sam­starf, gerð nýt­ingaráætl­un­ar vegna vax­andi ferðamanna­straums og fram­lagi mínu til bygg­ing­ar nýs Barna­spítala og lýðheilsu- og neyt­enda­mála svo eitt­hvað sé nefnt. Af mörgu er að taka í þessu sam­bandi.

Mörg mál brenna mjög á mér, t. d. jafn­rétt­is­mál og lýðheilsu­mál. Óska ég þess að sam­fé­lagið taki al­mennt miklu fast­ar á í báðum þess­um mála­flokk­um, og á ég þá ekki bara við stjórn­völd held­ur sam­fé­lagið allt, skól­arn­ir, vinnustaðirn­ir og heim­il­in.

Í síðasta mánuði átti ég stóraf­mæli og stend því á nokkr­um tíma­mót­um. Ég met það svo að tím­inn framund­an sé kjör­inn til að tak­ast á við önn­ur verk­efni. Hver þau verða mun tím­inn leiða í ljós.

Kjós­end­um mín­um þakka ég fyr­ir það trúnaðar­traust sem þeir hafa sýnt mér með því að veita mér umboð til að starfa í þágu þjóðar­inn­ar. Stuðnings­mönn­um mín­um til langs tíma, sem hafa lagt mikla og óeig­ingjarna vinnu í flokks­starf og annað sam­fé­lags­starf, vil ég þakka fyr­ir ómet­an­legt fram­lag. Slík­ir stuðnings­menn leggja grunn­inn að ár­ang­urs­ríku stjórn­mála­starfi. 

Þótt ég muni sjálf ekki vera í eld­lín­unni í kom­andi kosn­ing­um mun ég leggja allt kapp á að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fái góða kosn­ingu um allt land. Sá flokk­ur hef­ur að mínu mati lyk­il­hlut­verki að gegna á kom­andi kjör­tíma­bili. Ég hlakka til bar­átt­unn­ar sem framund­an er,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert